top of page
  • Akkeri: Í Akkeri fæst vandaður fatnaður fyrir unga menn. Eigendur Akkeri eru Ásgeir Frank Ásgeirsson og Ein­ar Sveinn Páls­son og eru þeir aðeins tvítugir.

  • Geysir: Inni í öllum verslunum Geysis er allt sérsmíðað. Það eru fimm verslanir Geysis á landinu, þar af er ein hjá Geysi í Haukadal. Fatnaðurinn sem Geysir selur eru bæði útivistarfatnaður og tískufatnaður. 

 

  • 66° Norður: Það var árið 1926 á Suðureyri við Súgandafjörð sem Sjóklæðagerðin hóf starfsemi og framleiddu þeir fatnað fyrir íslenska sjómenn. Nafnið 66°Norður kemur vegna þess að Súgandafjörður er rétt norðan við heimskautabaug á breiddargráðu 66°N en fyrirtækið var frá upphafi stofnað til þess að takast á við erfiðar aðstæður á Íslandi. Vörur fyrirtækisins eru margverðlaunaðar þar sem vörurnar eru gerðar eftir íslensku veðurfari.

 

  • GK Reykjavík: Er ekki bara með íslenska hönnun en GK Reykjavík er hluti af NTC sem stendur fyrir Northern Trading Company og var NTC stofnað árið 1976. Eigendur búðarinnar eru þau Ása Ninna Pétursdóttir og Guðmundur Hallgrímsson. Búðin er staðsett á Laugavegi 66.

 

  • Mýrin: Flest allt sem er selt í Mýrinni er íslensk hönnun. Dæmi um íslenska hönnuði sem hanna fyrir Mýrina eru Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Í Mýrinni er selt allt frá kertastjökum og barnafatnaði.

 

  • JÖR: Guðmund­ur Jör­unds­son, einn af eigendum JÖR og hönnuður­inn á bak við merkið opnaði fyrst búðina á Laugavegi 89 en er hún núna stödd á Skólavörðustíg 22.

 

  • Hrím hönnunarhús: Verslunin Hrím hönnunarhús opnaði í mars árið 2012, í verslunun Hrím er lögð áhersla á fallega íslenska hönnun. Vöruúrvalið er mjög fjölbreytilegt og eru allt frá ilmkertum yfir í handtöskur. Verslunin er litrík, verslunarstjóri Hrím hönnunarhúss er Svava Halldórsdóttir.

 

  • Jóna María Design: Jóna María Norðdahl hannar allan fatnað og skartgripi sem hún selur sjálf. Búðin er staðsett í Bæjarlind 16 og þar að auki er hún með saumastofu og hönnunarstúdíó.

bottom of page