top of page
Hugtakið tíska er notað um venjur í klæðaburði og snyrtingu sem er ríkjandi um skemmri eða lengri tíma. Fyrstu efnin sem voru notuð í klæðnað voru ull, skinn og jurtatrefjar en þær voru fléttaðar saman í reipi. Náttúran og náttúruauðlindir, þ.e. umhverfi og veðurfar, ráða miklu hvernig efnin eru í fötunum, hvernig mynstrin og skreytingarnar eru og siðvenjur og tækniþekking hafa líka áhrif t.d. þar sem er sól eru fötin oftast hvít. Ástæðan fyrir því er sú að hvítur hrindir frá sér sólargeislum. Snið og útlit fatnaðar í mismunandi löndum í heiminum var nánast það sama og um fyrir 3000 árum og voru þau úr ofnum efnum eins og ull, hör eða bómull. Hugmyndir af fatnaði hafa verið fengnar úr dýraríkinu, svoleiðis hafa ermar og skálmar þróast á fatnaði. Flest efni sem voru notuð í föt á þessum tíma voru unnin efni og voru þau verðmæt og voru nýtt til fulls og næstum ekkert látið fara til spillis. Þegar skærin og hnapparnir voru fundnir upp gekk betur að setja fötin saman. Á 13. öld varð meiri munur á fatnaði kynjanna og voru sérstakir klæðskerar fyrir karla og aðrir fyrir konur. Klæðskeraiðn náði hámarki og í kjölfar þess voru settar strangari reglur um hvernig fólk mátti klæðast miðað við stétt og stöðu. Árið 1760 byrjaði iðnbyltingin, henni fylgdu tækniframfarir í hönnun og framleiðslu á fatnaði. Svo komu saumavélarnar á markað og saumuðu þær hnappa á flíkurnar og bjuggu til hnappagöt. Konur voru mikið vinnuafl og unnu þær 12-14 tíma á sólarhring með lág laun. Nýjungar komu inn í samfélagið og kom því nýr hópur kaupenda í þessa ódýru fjöldaframleiðslu þar sem þau líktu þessum fatnaði við föt fína fólksins. Svoleiðis stækkaði markhópur tískunnar. Um miðja 19. öld komu síðan verslunarmiðstöðvar þar sem allt var í einu húsi en fólk þurfti ekki að hlaupa á milli verslana út um allan bæ.  Í lok 19. aldar var fatnaður hálfframleiddur og hægt var að kaupa fatnað sem ekki var sniðinn líkamanum, svo fólkið sem keypti þessar flíkur gat skreytt þær. Um árið 1900 fengu konur að klæðast skrautminni fötum og einnig fengu þær að klæðast buxum.
bottom of page